Þórður Þorgeirsson knapi ársins

09.11.2008
Þórður Þorgeirsson er knapi ársins 2008. Hann var verðlaunaður á Uppskeruhátíð hestamanan á Broadway í gær, laugardaginn 8. nóvember. Hann er einnig kynbótaknapi ársins 2008.Þórður Þorgeirsson er knapi ársins 2008. Hann var verðlaunaður á Uppskeruhátíð hestamanan á Broadway í gær, laugardaginn 8. nóvember. Hann er einnig kynbótaknapi ársins 2008.

Þórður Þorgeirsson er knapi ársins 2008. Hann var verðlaunaður á Uppskeruhátíð hestamanan á Broadway í gær, laugardaginn 8. nóvember. Hann er einnig kynbótaknapi ársins 2008.

Þórður sýndi yfir 130 kynbótahross og þar af fengu 49 fyrstu verðlaun. Hann var með hæstu meðaleinkunn fyrir hæfileika af þeim hrossum sem fóru í fyrstu verðlaun, 8,31. Tvö fóru yfir 9,0 meðaleinkunn hæfileika, Gaumur frá Auðsholtshjáleigu og Lukka frá Stóra-Vatnsskarði. Hann var með flest kynbótahross í verðlaunasætum á á LM2008. Hann sló eigið heimsmet í aðaleinkunn á hryssu í elsta flokki á Lukku frá Stóra-Vatnsskarði.

Sýningar Þórðar í vor og sumar þóttu margar hverjar tær snilld. Í heildina er það skoðun flestra að hann hafi aldrei verið betri. Hann hefur fylgst vel með þróun í reiðmennsku og sniðið sig að þeim kröfum sem uppi eru á hverjum tíma. Framkoma hans á keppnisvelli við menn og hesta þótti til fyrirmyndar.