Þorgeir Ólafsson og Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu leiða keppni í F1

30.06.2023

Sigurvegararnir í fimmgang á Reykjarvíkurmeistaramóti Fáks Þorgeir Ólafsson og Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu halda áfram að gera vel og eru efstir eftir forkeppni í fimmgangi á Íslandsmót ungmenna og fullorðinna með 7,50 í einkunn.  Fast á hæla þeirra koma svo þrír knapar sem allir hlutu 7,47 í einkunn en það eru þau Þórarinn Eymundsson og Þráinn frá Flagbjarnarholti,  Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli og Jakob Svavar Sigurðsson  og Nökkvi frá Hrísakoti. Sá fimmti inn í A úrslitin varð Teitur Árnason og Atlas frá Hjallanesi 1 með 7,37.

Í B úrslit mæta í sjötta til sjöunda sæti með 7,33 í einkunn Ásmundur Ernir Snorrason og Ás frá Strandarhöfði og Elvar Þormarsson og Djáknar frá Selfossi. Áttunda varð Mette Mannseth og Kalsi frá Þúfum með 7,20. Í níunda til tíunda sæti með 7,07 urðu þeir Hans Þór Hilmarsson og Ölur frá Reykjavöllum og Viðar Ingólfsson og Eldur frá Mið-Fossum

A úrslit í F1 verða klukkan 15:20 á sunnudaginn.