Þráinn frá Flagbjarnarholti á „Þeir allra sterkustu“

16.04.2019

Hæst dæmdi stóðhestur heims Þráinn frá Flagbjarnarholti mætir á „Þeir allra sterkustu“.

Margir bíða spenntir eftir að sjá Þráinn sunnan heiða en hann setti heimsmet sl. sumar þegar hann hlaut 8,95 í aðaleinkunn í kynbótadómi. Þráinn er undan Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum og Álfi frá Selfossi og er einn af þeim fjölmörgu súperhestum sem eru í pottinum í stóðhestaveltunni til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum.

 „Þeir allra sterkustu“ fer fram í TM-höllinni í Víðidal, laugardaginn 20. apríl kl. 20.30. Húsið opnar kl. 18.30 með kótilettuveislu.

Forsala aðgöngumiða fer fram í Líflandi í Reykjavík og Borgarnesi og hjá Baldvini og Þorvaldi á Selfossi. Miðaverð er 3.500 kr.