Þrjátíu og fimm umsóknir í úrvalshópinn

16.02.2009
Þrjátíu og fimm umsóknir bárust til LH vegna úrvalshóps unglinga og ungmenna, sem auglýstur var fyrr í vetur. Takmarkirð er að gefa framúrskarandi efnilegum knöpum kost á bestu kennslu og þjálfun sem völ er á. Þrjátíu og fimm umsóknir bárust til LH vegna úrvalshóps unglinga og ungmenna, sem auglýstur var fyrr í vetur. Takmarkirð er að gefa framúrskarandi efnilegum knöpum kost á bestu kennslu og þjálfun sem völ er á. Við valið í úrvalshópinn verður stuðst við eftirfarandi þætti:

• Ástundun og árangur
• Reiðmennsku
• Prúðmennsku

Öllum unglingum og ungmennum á aldrinum 16. – 21. árs, hvar sem þau eru búsett á landinu, var heimilt að sækja um. Hópurinn er valinn til eins árs í senn. Eitt af verkefnum hans er að koma fram á opinberum viðburðum fyrir hönd LH.

Umsækjendur þurftu að skila inn stöðluðum umsóknum með spurningarlista um ýmislegt er varðar hestamennsku. Einnig þurftu þau að skila inn myndbandi með umsækjanda á hestbaki. Auk þess þarf að fylgja hverri umsókn greinargerð um ástundun og árangur frá þjálfara og formanni æskulýðsdeildar, eða formanni þess félags sem umsækjandi er í.