Þverárrétt og Melgerðismelarétt 2.okt

27.09.2010
Réttað verður í Þverárrétt laugardaginn 2. október kl. 10 og Melgerðismelarétt sama dag kl 13. Réttað verður í Þverárrétt laugardaginn 2. október kl. 10 og Melgerðismelarétt sama dag kl 13. Melgerðismelarétt er stærsta hrossaréttin í Eyjafirði og þar verður sölusýning sem hefst kl. 15.30. Til sölu eru bæði tamin og ótamin hross. Stóðréttardansleikur er síðan í Funaborg um kvöldið.
Skráning söluhrossa fer fram hjá Ævari í tölvupóstfang fellshlid@nett.is eða síma 865 1370. Skrá skal nafn og fæðingarnúmer á hrossinu og verðhugmynd. Skráningargjald er kr 1000.- Leggist inn á reikningsnúmer 0302-26-7009 kt.700997-2439. Setjið nafn á hesti sem skýringu. Skráningu líkur miðvikudaginn 30. september.

Hrossaræktarfélagið Náttfari, Hestamannafélagið Funi