TIlkynning frá GDLH

20.05.2010
Ágætu hestamenn! Það hefur ekki farið framhjá neinum sem stunda hestamennsku að sú flensa sem gengur í hrossastofninum hefur þegar haft slæm áhrif á hestamennskuna á allan máta. Úrtökum og mótum hefur verið frestað á flestum stöðum og fæst þeirra dagsett á ný.  Því er ljóst að mikið verður um mót og úrtökur þegar líður fram í júní og gæti orðið erfitt að finna dómara á öll mót  ef þau verða mjög þétt.  Ágætu hestamenn! Það hefur ekki farið framhjá neinum sem stunda hestamennsku að sú flensa sem gengur í hrossastofninum hefur þegar haft slæm áhrif á hestamennskuna á allan máta. Úrtökum og mótum hefur verið frestað á flestum stöðum og fæst þeirra dagsett á ný.  Því er ljóst að mikið verður um mót og úrtökur þegar líður fram í júní og gæti orðið erfitt að finna dómara á öll mót  ef þau verða mjög þétt.  Við hjá Gæðingadómarafélagi Landsambands hestamannafélaga viljum beina því til mótshaldara að sameinast um  mót og úrtökur eins og kostur er.  Við hvetjum einnig til að horft sé til virkra daga þegar dagsetning er ákveðin.
Mikilvægt er að félögin hraði ákvörðun um hvenær og með hvaða hætti mótin eiga að vera þannig að hægt verði að raða dómurum á þau.  

Umsókn um dómara á að berast til skrifstofu LH.

Fyrir hönd Gæðingadómarafélagsins,
Lárus Ástmar Hannesson