Tilkynning frá GDLH

11.01.2014
Gleðilegt nýtt ár kæru Gæðingadómarar! Stjórn og fræðslunefnd hafa sett upp dagskrá af starfsemi vetrarins. Eftirfarandi dagsetningar og námskeið liggja fyrir: 16. janúar - Dómararáðstefna í samstarfi við LH og HÍDÍ 15. mars - Upprifjunarnámskeið í Reykjavík

Gleðilegt nýtt ár kæru Gæðingadómarar!

Stjórn og fræðslunefnd hafa sett upp dagskrá af starfsemi vetrarins. Eftirfarandi dagsetningar og námskeið liggja fyrir:

16. janúar - Dómararáðstefna í samstarfi við LH og HÍDÍ
15. mars - Upprifjunarnámskeið í Reykjavík

Tímasetning á upprifjunarnámskeiði á Norðurlandi liggur endanlega fyrir innan skamms, og verður auglýst um leið og hún er staðfest.

Fyrirhugað er að halda Ný- og Landsdómaranámskeið í vor og verða dagsetningar auglýstar síðar.

Einnig má geta þess að þrjú upprifjunarnámskeið verði haldin erlendis í vor:
2. febrúar - Stokkhólmur, Svíðþjóð
9. febrúar - Kaupmannahöfn, Danmörk
22.mars - Kronshof, Þýskalandi

Stjórn og fræðslunefnd munu vinna náið saman á þessu starfsári að uppbyggingu og eflingu félagsstarfsins, en fræðslunefnd er að fullu skipuð og í henni sitja:

Lárus Hannesson, formaður
Ingibergur Árnason
Logi Laxdal
Marjolijn Tiepen
Sindri Sigurðsson

Vinna að gerð heimasíðu félagsins er hafin og er áætlað að hún verði orðin aðgengileg félagsmönnum upp úr miðjum febrúar. Það er áætlun stjórnar að tilvonandi heimasíða verði gagnvirk upplýsingamiðstöð fyrir alla gæðingadómara, jafnt innlenda sem erlenda.

Varðandi Landsmót og skipulagningu dómaramála Landsmóts að þá verða félagsmenn upplýstir um fyrirkomulagið á næstunni.


Með góðri kveðju,
Stjórn og fræðslunefnd GDLH