Tilkynning frá Hestamannafélaginu Jökli

30.09.2024

Opið gæðingamót Hestamannafélagsins Jökuls fór fram í lok júlí og að vanda var mikil þátttaka á mótinu og hefur þessi viðburður verið að festa sig í sessi sem feykilega vinsælt mót í mótaflórunni á Íslandi ár hvert.

Í kjölfar mótsins kom því miður í ljós að framkvæmd á 100 m. skeiði hafði ekki verið fullnægjandi og mæling brautarinnar ekki farið rétt fram. Tímatökubúnaður var því settur upp á 90m í greininni og er þar mannlegum mistökum um að kenna.

100 m skeið á mótinu uppfyllti því ekki kröfur sem lögleg keppnisgrein þarf að uppfylla og telst því ólöglegt.

Mótshaldari, mótsstjóri og þeir sem að framkvæmdinni koma harma að svo fór og biðja þá sem hlut eiga að máli og þátttakendur í skeiði velvirðingar á því.

Oddrún Sigurðardóttir, mótsstjóri gæðingamóts Jökuls
Bragi Viðar Gunnarsson, formaður Jökuls