Tilkynning frá Keppnisnefnd

19.05.2011
Í framhaldi af umræðu um úrslitakeppni í tölti í Mosfellsbæ um síðustu helgi vill keppnisnefnd koma eftirfarandi á framfæri: Í framhaldi af umræðu um úrslitakeppni í tölti í Mosfellsbæ um síðustu helgi vill keppnisnefnd koma eftirfarandi á framfæri:

Á Íslandi höfum við notað nöfn keppnisgreina nokkuð öðruvísi en gera á samkvæmt FIPO.   Hefðbundið tölt höfum við kallað T1 hvort sem einn eða fleiri eru á vellinum í einu en raunin er sú að tölt með fleiri keppendum heitir T3.   Svipað gildir um fjórgang (V1 og V2) og fimmgang (F1 og F2) og slaktaumatölt (T2 og T4).   Þetta olli ruglingi þar sem framkvæmd úrslita í T3 er ekki eins og framkvæmd úrslita í T1, hvert atriði er einungis riðið upp á aðra höndina í T3. 

Þar sem nokkuð er liðið á keppnistímabilið telur keppnisnefnd að rétt sé að bíða fram á haust með að laga þetta formlega til að valda ekki frekari ruglingi.  Svo með öðrum orðum, hér breytist ekkert á þessu keppnistímabili.  

Maí 2011,
f.h. keppnisnefndar LH,
Hulda Gústafsdóttir.