Tilkynning frá LH

01.06.2010
Stjórn Landssambands hestamannafélaga vill þakka þann góða samhug sem kom fram á fundi hagsmunaaðila í hestamennsku ásamt dýralæknum og embættismönnum síðastliðinn mánudag. Þar var ákveðið að fresta Landsmóti hestamanna eins og fram hefur komið í samþykktri tillögu og  fréttatilkynningu frá fundinum. Stjórn Landssambands hestamannafélaga vill þakka þann góða samhug sem kom fram á fundi hagsmunaaðila í hestamennsku ásamt dýralæknum og embættismönnum síðastliðinn mánudag. Þar var ákveðið að fresta Landsmóti hestamanna eins og fram hefur komið í samþykktri tillögu og  fréttatilkynningu frá fundinum. Niðurstaðan samræmist við samþykkta ályktun frá formannafundi LH, sem haldin var síðastliðinn föstudag, en þar var samþykkt að hafa bæri eftirfarandi að leiðarljósi við þessa ákvörðun:
A)    Velferð hestsins.
B)    Ímynd hestamennskunar og Landsmóts til framtíðar.

Stjórn LH vill koma á framfæri sérstökum þökkum til Kristins Hugasonar deildarstjóra í Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytinu fyrir hans frumkvæði að þessari farsælu lausn.
Það er mikið áfall fyrir hestamennskuna á Íslandi að þurfa að horfast í augu við þessa afdrifaríku ákvörðun.  Stjórn LH vonar að hið öfluga félagskerfi hestamennskunar haldi áfram þegar þessi veikindi eru um garð gengin í góðu samstarfi við dýralæknir hrossasjúkdóma og haldi eins miklu lífi í keppnis- og sýningahaldi og kostur er til að lágmarka skaðann sem þessi ákvörðun hefur í för með sér fyrir alla aðila.

Með kveðju,

Stjórn LH.