Tilkynning frá MDVÍS

25.02.2010
Eins og Sunnlendingar hafa orðið varir við síðustu klukkutímana kyngir niður snjó og einnig mikill skafrenningur með því á þjóðvegum landsins. Stjórn Meistaradeildar VÍS hefur verið í sambandi við Vegagerðina og Veðurstofu Íslands í morgun. Eins og Sunnlendingar hafa orðið varir við síðustu klukkutímana kyngir niður snjó og einnig mikill skafrenningur með því á þjóðvegum landsins. Stjórn Meistaradeildar VÍS hefur verið í sambandi við Vegagerðina og Veðurstofu Íslands í morgun. Nýjar veðurspár koma um og eftir hádegi og mun stjórnin í framhaldi af því taka ákvörðun hvort þurfi að fresta fyrirhuguðu móti í kvöld. Ákvörðun stjórnar mun liggja fyrir í síðasta lagi klukkan 15:00 í dag og verður jafnframt búið að ákveða þá nýja tímasetningu ef þarf.

Upplýsingar um breytingu ef af verður verða settar inn á vef Meistaradeildar VíS www.meistaradeildvis.is um leið og eitthvað gerist.

Stjórn MDVÍS