Tíu næstu hestar í stóðhestaveltu landsliðsins

13.04.2022
Fróði frá Flugumýri

Stóðhestavelta landsliðsins er á sínum stað í tengslum við Allra sterkustu sem haldið verður í TM-reiðhöllinni í Víðidal á síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 20. apríl nk.  Um 100 folatollar verða í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst þriðjudaginn 19. apríl í netverslun á vef LH og er miðaverð 50.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Miðasala á Allra sterkustu er í netverslun LH.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Frami frá Ketilsstöðum 8,68
Frami frá Ketilsstöðum er landsmótssigurvegari í B-flokki gæðinga 2018. Hann hefur einnig átt farsælan keppnisferil í fjórgangi, tölti og slaktaumatölti. Í kynbótadómi hefur hann hlotið 9,5 fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið, hægt tölt, fet og hófa og 9,0 fyrir brokk og stökk. Myndband af Frama

Hreyfill frá Vorsabæ 8,54. 
Hreyfill er hátt dæmdur klárhestur með 9,5 fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag og 9,0 fyrir stökk, fegurð í reið, fótagerð og hófa. Myndband af Hreyfli á WorldFeng

Jarl frá Árbæjarhjáleigu 8,78
Jarl hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Hann var í verðlaunasæti í kynbótasýningu á þremur landsmótum í flokki 4ra vetra, 5 vetra og 7 vetra og eldri. Hann hefur átt farsælan keppnisferil í A-flokki, tölti, fimmgangi og gæðingaskeiði. Myndband af Jarli

Jökull frá Rauðalæk 8,49
Jökull hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir brokk, fegurð í reið, hægt stökk og hófa og 9,0 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag, hægt stökk og bak og lend. Myndband af Jökli

Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 8,48
Kastor er hátt dæmdur hestur sem á framtíðina fyrir sér. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 10 fyrir skeið, 9,5 fyrir samstarfsvilja og 9 fyrir tölt og bak og lend. Myndband af Kastor

Kjerúlf frá Kollaleiru 8,44
Kjerúlf hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2016. Hann hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,5 fyrir brokk og 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Kjerúlf

Kopar frá Fákshólum 8,24
Kopar er Íslandsmeistari í slaktaumatölti T2 árið 2021. Hann hefur hlotið 6x9 í hæfileikadómi, fyrir tölt, stökk, hægt stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Kopar

Askur frá Holtsmúla 1 8,44
Askur er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann er með 8,22 fyrir byggingu og 8,55 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir skeið og samstarfsvilja. Myndband af Aski

Bárður frá Sólheimum 8,12
Bárður er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann er með 8,23 fyrir byggingu og 8,06 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt, hægt tölt og fegurð í reið.

Fróði frá Flugumýri 8,36
Fróði var hæst dæmdi 4ra vetra stóðhestur á árinu 2021. Hann er með 8,45 fyrir byggingu og 8,31 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt, brokk, greitt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Myndband af Fróða