Tölt-Jói hampaði tölthorninu

07.08.2011
Jóhann R. Skúlason og Hnokki. Heimsmeistarar í tölti 2011. Mynd: GHP Eiðfaxa.
Sterkustu töltarar í heimi voru samankomnir í St. Radegund í dag og tóku þátt í lokapunkti HM, tölti T1.  Sterkustu töltarar í heimi voru samankomnir í St. Radegund í dag og tóku þátt í lokapunkti HM, tölti T1. 

Íslensku knaparnir voru tilbúnir til að gera stóra hluti. Þetta voru þeir Viðar Ingólfsson, Jóhann Rúnar Skúlason og Hinrik Bragason. 

Tölt-Jói á Hnokka frá Fellskoti stóð undir nafni í þessum úrslitum og skaut sér upp fyrir þá Karly Zingsheim og Dag eftir hraðabreytingarnar og innsiglaði svo sigurinn með frábæru greiðu tölti. Fimmti sigur Jóa í tölti á HM var því staðreynd og hann hampaði því tölthorninu góða á ný. 

Rigningin setti stórt strik í reikningin fyrir Viðar Ingólfsson en eftir að hófhlífarnar sem hann notaði voru vigtaðar kom í ljós að þær voru of þungar og varð því skeppni hans gerð ógild.

Hinrik og Sigur urðu í fjórða sæti flokksins með 8,28 í lokaeinkunn.

01: 011 Jóhann R. Skúlason [WC] [IS] - Hnokki frá Fellskoti [IS2003188470] 8,78
    SLOW 8,5 - 9,5 - 8,5 - 8,0 - 9,0 = 8,67  
    LENG 8,5 - 9,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 8,50  
    FAST 9,0 - 9,5 - 9,5 - 9,0 - 9,0 = 9,17
  
02: 066 Karl Zingsheim [DE] - Dagur [DE2001143741] 8,61
    SLOW 9,0 - 9,0 - 9,0 - 9,5 - 8,5 = 9,00  
    LENG 8,5 - 7,5 - 9,0 - 9,0 - 7,5 = 8,33  
    FAST 8,5 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,0 = 8,50
  
03: 102 Anne Stine Haugen [NO] - Muni frá Kvistum [IS2003181964] 8,33
    SLOW 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 9,0 = 8,50  
    LENG 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 = 8,00  
    FAST 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 8,50 
 
04: 009 Hinrik Bragason [IS] - Sigur frá Hólabaki [IS2003156270] 8,28
    SLOW 8,0 - 8,5 - 8,0 - 7,5 - 8,5 = 8,17  
    LENG 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 = 8,00  
    FAST 8,5 - 9,0 - 8,5 - 8,5 - 9,0 = 8,67  
       
06: 103 Camilla Mood Havig [NO] - Kiljan frá Blesastöðum 1A [IS2002187810] 7,00
    SLOW 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 9,5 = 8,33  
    LENG 7,5 - 6,0 - 6,5 - 6,0 - 5,5 = 6,17  
    FAST 7,0 - 6,5 - 6,0 - 7,0 - 4,5 = 6,50