Töltmeistarinn Jói Skúla hestaíþróttamaður ársins

19.12.2013
Jói og Hnokki á HM. Mynd: Rut Sig.
Jóhann Rúnar Skúlason var á dögunum valinn knapi ársins hjá Landssambandi hestamannafélaga. Hann varð tvöfaldur heimsmeistari í hestaíþróttum á stóðhestinum Hnokka frá Fellskoti, á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Berlín í ágúst á þessu ári.

Jóhann Rúnar Skúlason var á dögunum valinn knapi ársins hjá Landssambandi hestamannafélaga. Hann varð tvöfaldur heimsmeistari í hestaíþróttum á stóðhestinum Hnokka frá Fellskoti, á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Berlín í ágúst á þessu ári.

Jóhann Rúnar er afreksknapi af guðs náð og á að baki marga sigra á heims- og Norðurlandamótum. Hann hefur tekið þátt í heimsmeistaramótum íslenska hestsins síðan 1997 og unnið á annan tug heimsmeistaratitla í hestaíþróttum sem og allnokkra Norðurlanda- og Danmerkurmeistaratitla.

Jóhann Rúnar er öðrum knöpum fyrirmynd, hann þjálfar hesta sína af kostgæfni og alúð og undirbýr bæði sjálfan sig og hestinn af mikilli nákvæmni fyrir þau átök sem keppni í hestaíþróttum fylgir. Hann er því afar vel að titlinum „Hestaíþróttamaður ársins“ kominn og er hann þar með tilnefndur til titilsins „Íþróttamaður ársins."