Töltveisla framundan

15.03.2016
Hulda Gústafs og Askur Laugamýri / hestafrettir.is

Nú styttist í töltveisluna í Samskipahöllinni, þar sem saman koma sterkustu töltarar landsins. Landsliðsknapar og heimsmeistarar mæta í braut og hver veit nema nýjar stjörnur í röðum töltara verði til!

Árni Björn Pálsson hefur sigrað þrjár greinar í Meistaradeildinni í vetur. Hvaða hrossi stillir hann upp á Allra sterkustu þann 26. mars n.k.? Hjónin á Árbakka hafa sömuleiðis átt góðu gengi að fagna í Meistaradeildinni og það verður spennandi að sjá hvaða hestum þau tefla fram. Heimsmeistararnir Reynir Örn Pálmason, Guðmundur Björgvinsson, Kristín Lárusdóttir og Teitur Árnason munu mæta sterk til leiks að vanda, einhver þeirra nýjum og spennandi gæðingum.

Miðasalan gengur gríðarlega vel og þar gildir lögmálið "Fyrstir koma, fyrstir fá". Hægt er að kaupa miða í verslun Baldvins og Þorvaldar á Selfossi, Líflandi Lynghálsi og Top Reiter Ögurhvarfi. Miðinn kostar 3.500 kr. 

Happdrættið er á sínum stað og þar eru veglegir vinningar í boði. Fyrsti vinningur er folatollur undir Landsmótssigurvegarann Óm frá Kvistum, hvorki meira né minna. Að auki má vinna hjónapassa á LM2016, steðja frá PON, iittala gjafavöru frá Ásbirni Ólafssyni, peysu að eigin vali frá Frú Pálínu og folatoll undir vonarstjörnuna Sigur frá Stóra-Vatnsskarði, sem á hvað flest áhorf á You Tube síðustu vikurnar. Happdrættismiði kostar 1.000 kr. Ef keyptur er aðgöngumiði og 2 happdrættismiðar saman er verðið 5.000 kr.

Stóðhestaveltan er magnað fyrirbæri sem tókst gríðarlega vel á síðasta ári. Í pottinum verða 100 fyrstu verðlauna stóðhestar og þú kaupir þér miða fyrir 25.000 kr og dregur eitt umslag. Öruggt er að hljóta toll undir glæsilegan stóðhest, og það fyrir aðeins 25 þúsund kall!

Hér má sjá hluta þeirra hesta sem eru komnir í veltuna:
Arður frá Brautarholti
Gaumur frá Auðsholtshjáleigu
Grunur frá Oddhóli
Ölnir frá Akranesi
Narri frá Vestri-Leirárgörðum
Pistill frá Litlu-Brekku
Askur frá Laugamýri
Hákon frá Ragnheiðarstöðum
Herkúles frá Ragnheiðarstöðum
Lukku Láki frá Stóra-Vatnsskarði
Þröstur frá Hólum
Álvar frá Hrygg
Sjálfur frá Austurkoti
Már frá Feti
Bruni frá Brautarholti
Heikir frá Hamarsey
Sær frá Bakkakoti
Ketill frá Kvistum
Þórálfur frá Prestbæ
Kjarni frá Þjóðólfshaga 1
Magni frá Þjóðólfshaga 1
Svaki frá Miðsitju
Oddi frá Hafsteinsstöðum
Nökkvi frá Syðra-Skörðugili
Barði frá Laugarbökkum
Óðinn frá Eystra-Fróðholti
Sæmundur frá Vesturkoti
Hildingur frá Bergi
Dofri frá Steinnesi
Þóroddur frá Þóroddsstöðum
Hringur frá Gunnarsstöðum
Öngull frá Efri-Rauðalæk