Topreiter nýr samstarfsaðili LH

24.04.2025

Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027. Með þessum samningi er Topreiter komið í hóp okkar stærstu styrktaraðila og mun Topreiter ásamt Líflandi sjá um allan fatnað landsliðsins á næstu stórmótum.

LH þakkar kærlega fyrir stuðninginn og hlakkar til samstarfsins.