TREC á Íslandi

06.09.2013
Kynning var á keppni í TREC á Metamóti Spretts um liðna helgi. TREC er alþjóleg keppnisgrein, uppruninn í Frakklandi, þar sem keppt er eftir reglum FITE og snýst keppnin um að leysa hinar ýmsu þrautir með hestinum sínum. Í raun skiptist keppnin í þrjá hluta.

Kynning var á keppni í TREC á Metamóti Spretts um liðna helgi. TREC er alþjóleg keppnisgrein, uppruninn í Frakklandi, þar sem keppt er eftir reglum FITE og snýst keppnin um að leysa hinar ýmsu þrautir með hestinum sínum. Í raun skiptist keppnin í þrjá hluta:

  • Óþekkt leið farin ríðandi: kort af leiðinni notað, leiðin getur verið 12-45 km eftir stigi keppninnar. Á leiðinni eru staðir þar sem fylgst er með hraða keppenda og passað upp á að hestar fái nægjanlega hvíld. Einnig eru staðir á leiðinni þar sem keppandi verður að koma við og stimpla kort sem hann verður að skila inn að reiðinni lokinni. Keppendur byrja með 240 stig og markmiðið er að missa þau ekki.
  • Samspil manns og hests: þessi hluti keppninnar á að sýna hversu góða stjórn knapinn hefur á hesti sínum á hægum og hröðum gangtegundum. Knapinn á að ríða hesti sínum eftir „gangi“ sem er 2m breiður og allt að 150m langur og teyma hann síðan til baka eins hratt og hann getur.
  • Hindrunarbraut/þrautabraut: hér er röð hindrana á velli og er þessum hluta ætlað að reyna á hlýðni, öryggi, hugrekki og jafnvægi hestsins sem og hvort/hvernig knapi beitir ábendingum sínum. Brautin samanstendur af allt að 16 hindrunum/þrautum sem leysa á á ákveðnum tíma og í ákveðinni röð. Hindranirnar geta verið stökk, skurðir, tröppur og ýmis verkefni þar sem knapinn er ekki endilega á baki.

TREC er frábær keppnisgrein fyrir alla og góð þjálfun fyrir hesta. Kærkomin nýjung í keppnisgreinaflóruna í kringum íslenska hestinn!

Sjö keppendur tóku þátt í TREC kynningunni á Metamótinu og fóru leikar þannig:

1. Ragnheiður Þorvaldsdóttir á Hrafnagaldri frá Hvítárholti með 124 stig
2. Jóhann Ragnarsson á Hugljúf frá Lækjarbotnum með 111,5 stig
3. Súsanna Katarína Guðmundsdóttir á Sprota frá Múla með 105,5 stig
4. Súsanna Sand Ólafsdóttir á Óttari frá Hvítárholti með 105,5 stig
5. Guðrún Elín Jóhannsdóttir á (vantar upplýsingar) með 104,5 stig
6. Karen Sigfúsdóttir á Vegu frá Rauðsgili með 96 stig
7. Kristinn Jóhannsson á (vantar upplýsingar) 77,5 stig