Tröllasögur um hrossasölur

19.11.2008
„Það hafa alltaf gengið tröllasögur um miklar sölur og há verð í hestamennskunni, það hefur ekkert breyst,“ segir Baldvin Kr. Baldvinsson, formaður Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga. „En það þarf að hafa fyrir hverri sölu núna eins og áður.“„Það hafa alltaf gengið tröllasögur um miklar sölur og há verð í hestamennskunni, það hefur ekkert breyst,“ segir Baldvin Kr. Baldvinsson, formaður Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga. „En það þarf að hafa fyrir hverri sölu núna eins og áður.“„Það hafa alltaf gengið tröllasögur um miklar sölur og há verð í hestamennskunni, það hefur ekkert breyst,“ segir Baldvin Kr. Baldvinsson, formaður Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga. „En það þarf að hafa fyrir hverri sölu núna eins og áður.“

„Maður hefur heyrt að margir séu að selja vel vegna lágs gengis krónunnar, og það er gott. Mér hefur þó heyrst á fóki hér að það þurfi að hafa fyrir því að selja, alveg eins og áður. Nú er líka kominn sá árstími að það hægir á. Það hefur alltaf gert það þegar kemur fram í desember.“

Baldvin segir að hrossaræktendur og tamningamenn í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði haldi ró sinni. Enginn viti hvernig umhverfið komi til með að verða á næstu misserum.

„Mér finnst þó menn vera ótrúlega bjartsýnir. Menn halda sínu striki. Sjálfsagt mun kreppan koma niður á okkur að einhverju leyti. Ég held þó að hestamennskan sé ein af þeim starfsgreinum sem munu koma hvað best út úr þessu. Gengið var allt of hátt og útflutningur hefði sennilega verið meiri undanfarin ár ef það hefði ekki verið. Nú hefur orðið veruleg breyting á og það mun koma til góða, það er að segja ef kreppan verður ekki þeim mun meiri í Evrópu,“ segir Baldvin.

Á myndinni er stóðhesturinn Máttur frá Torfunesi, knapi Þorvar Þorsteinsson.