Tryggið ykkur miða í stóðhestaveltu landsliðsins.

04.05.2023

Miðasala í stóðhestaveltu landsliðsins hefst kl. 10.00, föstudaginn 5. maí í vefverslun LH. Ríflega 100 hátt dæmdir stóðhestar eru í pottinum og eru jafn margir miðar til sölu og tollarnir eru margir. 

Stóðhestaveltan er ein mikilvægasta fjáröflun landsliðs Íslands í hestaíþróttum sem heldur til Hollands á Heimsmeistaramót í ágúst. 

Landssamband hestamannafélaga og landslið Íslands í hestaíþróttum þakka stóðhesteigendum stuðninginn. Landsliðsnefnd hefur lagt nótt við dag undanfarnar vikur við að hafa samband við eigendur hestanna og mættu hvarvetna frábærum móttökum og velvilja. Hjartans þakkir.

Sjaldan hafa verið jafn sterkir hestar í pottinum og er rétt um helmingur hestanna með 8,50 eða hærra í aðaleinkunn.

Sindri frá Hjarðatúni 8.99
Þráinn frá Flagbjarnarholti 8.95
Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum 8.94
Kolskeggur frá Kjarnholtum 8.86
Þór frá Stóra-Hofi 8.84
Glúmur frá Dallandi 8.81
Jökull frá Breiðholti í Flóa 8.81
Þór frá Torfunesi 8.80
Atlas frá Hjallanesi 8.76
Rauðskeggur frá Kjarnholtum 8.76
Sægrímur frá Bergi 8.75
Seðill frá Árbæ 8.75
Skaginn frá Skipaskaga 8.73
Gandi frá Rauðalæk 8.72
Skýr frá Skálakoti 8.70
Apollo frá Haukholtum 8.68
Forkur frá Breiðabólsstað 8.67
Adrían frá Garðshorni á Þelamörk 8.63
Gangster frá Árgerði 8.63
Skarpur frá Kýrholti 8.63
Dagfari frá Álfhólum 8.62
Sær frá Bakkakoti 8.62
Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk 8.61
Tumi frá Jarðbrú 8.61
Seiður frá Hólum 8.60
Vigri frá Bæ 8.59
Goði frá Bjarnarhöfn 8.57
Kaldalón frá Kollaleiru 8.56
Örvar frá Gljúfri 8.56
Pensill frá Hvolsvelli 8.55
Atli frá Efri-Fitjum 8.54
Hylur frá Flagbjarnarholti 8.54
Ljósvaki frá Valstrýtu 8.54
Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 8.54
Hnokki frá Eylandi 8.52
Huginn frá Bergi 8.52
Sindri frá Lækjamóti II 8.52
Barði frá Laugarbökkum 8.51
Hersir frá Húsavík 8.51
Korgur frá Garði 8.51
Safír frá Mosfellsbæ 8.51
Frami frá Hjarðarholti 8.50

 

Sjá heildarlista stóðhesta hér.
Tryggið ykkur miða í stóðahestaveltunni og toll undir einn af bestu stóðhestum landsins.