Tryggvi Björnsson hestaíþróttamaður Þyts

10.11.2009
Tryggvi Björnsson og Bragi frá Kópavogi.
Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Þyts var haldin hátíðleg laugardaginn 7.nóv. síðastliðinn. Verðlaun voru veitt fyrir stigahæstu knapa ársins, efstu ræktunarhross í hverjum flokki og ræktunarbú ársins. Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Þyts var haldin hátíðleg laugardaginn 7.nóv. síðastliðinn. Verðlaun voru veitt fyrir stigahæstu knapa ársins, efstu ræktunarhross í hverjum flokki og ræktunarbú ársins. Stigahæstu knapar ársins 2009 eru:

1.flokkur: Tryggvi Björnsson.
Ungmennaflokkur: Helga Una Björnsdóttir.
2.flokkur: Hjördís Ósk Óskarsdóttir.

Grafarkot var valið ræktunarbú ársins 2009. 13 hross sýnd, meðaleinkunn 7.91 og 5 hross í fyrstu verðlaun.