Tvö ísmót sameinast í eitt

16.03.2009
Birgir Skaptason og landsliðsnefnd LH hafa tekið ákvörðun um að sameina „Ístölt“ og íshallarmótið „Þeir allra sterkustu“. Sameinað mót fær nafnið „Ístölt – Þeir allra sterkustu“. Ágóði af mótinu mun renna til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. Birgir Skaptason og landsliðsnefnd LH hafa tekið ákvörðun um að sameina „Ístölt“ og íshallarmótið „Þeir allra sterkustu“. Sameinað mót fær nafnið „Ístölt – Þeir allra sterkustu“. Ágóði af mótinu mun renna til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum.


Ístölt – Þeir allra sterkustu verður haldið í Skautahöllinni í Reykjavík laugardaginn 4. apríl. Úrtaka fyrir mótið verður haldin í Skautahöllinni föstudaginn 27. mars. Enginn vafi leikur á að sameinað mót mun gera tvo góða viðburði að einum mun öflugri og skemmtilegri. Ísmótum, bæði innan hús og utan hefur fjölgað ár frá ári.

Ístölt var sporgöngumót í skautahöllum og náði gífurlegum vinsældum. Upphafsmaður þess var Guðlaugur Pálsson, þá verslunarmaður í hestavöruversluninni Reiðsport. Birgir tók síðar við mótinu og rak það í mörg ár. Ístölt hefur alltaf verið haldið í Skautahöllinni í Reykjavík. Landsliðsnefnd LH setti mótið Þeir allra sterkustu á laggirnar fyrir nokkrum árum og var það fyrst haldið í Egilshöllinni en það fluttist síðan í Skautahöllina.

Nánari tímasetningar og fyrirkomulag verður auglýst fljótlega.