U21 Landslið Íslands á Norðurlandamóti

17.07.2024

Undirbúningur fyrir Norðurlandamót er á blússandi siglingu og nú liggur fyrir hvaða knapar munu keppa fyrir Íslands hönd í yngri flokkunum.
Íslenska liðið þarf að mestu leyti að stóla á lánshesta á Norðurlandamóti og því er mótið ansi skemmtileg áskorun.

Að þessu sinni var til að mynda enginn útflutningur á hestum frá Íslandi frá 12.júlí fram í miðjan ágúst. Það gerði það að verkum að einungis einn hestur var fluttur út þann 1.júlí og verður orðinn fullbólusettur þegar mótið hefst. Liðið þarf því að treysta á hesteigendur í Evrópu til að hjálpa við að hesta liðið og hefur það gengið vel og erum við hesteigendum virkilega þakklát.


Knapar í U21 árs hópnum sem fara á mótið eru á aldrinum 16 - 21 árs. Þessir knapar munu spreyta sig ýmist einungis í íþróttagreinum mótsins og/eða gæðingakeppnisgreinum mótsins.
Eftirfarandi knapar hafa verið valdir í hópinn :


Dagur Sigurðarson, Geysir

GeysirElva Rún Jónsdóttir, Sprettur

Embla Lind Ragnarsdóttir, Léttir

Guðný Dís Jónsdóttir, Sprettur

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Þytur

Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir, Snæfellingur

Hekla Rán Hannesdóttir, Sprettur

Herdís Björg Jóhannsdóttir, Sprettur

Hulda María Sveinbjörnsdóttir, Sprettur

Matthías Sigurðsson, Fákur

Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson, Sprettur

Ragnar Snær Viðarsson, Fákur

Selma Leifsdóttir, Fákur


Í næstu viku verða hestarnir kynntir og keppnisgreinarnar sem parið mun spreyta sig í.


Áfram Ísland