Umferðarreglur hestamanna í þéttbýli

06.04.2020

Nú fer senn að líða að páskum og reikna má með aukinni umferð á reiðvegum. Förum varlega, sýnum tillitsemi og munum hjálmanotkun. 

Við viljum hvetja hestamenn um land allt að hafa umferðar- og umgengisreglur Samgöngunefndar LH að leiðarljósi. 

  • Hestamenn víkja til hægri á reiðleiðum
  • Hestar sem eru teymdir skulu ávallt vera hægramegin og ekki fleiri en tveir (þrír til reiðar)
  • Reiðhjálmar eru sjálfsögð öryggistæki
  • Endurskinsmerki í skammdegi veita hestum og mönnum aukið öryggi
  • Lausir hundar eru ekki leyfilegir á reiðleiðum og í hesthúsahverfum
  • Áfengi og útreiðar fara ekki saman
  • Sýnum tillitsemi, ríðum ekki hratt á móti eða aftanundir aðra reiðmenn
  • Fari margir hestamenn saman í hóp skal ríða í einfaldri röð ef umferð er á móti
  • Ríðum á reiðvegum og slóðum þar sem því verður viðkomið
  • Teymum hesta, rekstrar eru bannaðir í þéttbýli