Umsögn LH um Hálendisþjóðgarð

26.01.2021

Landssamband hestamannafélaga hefur skilað umsögn um frumvarp um Hálendisþjóðgarð til Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. LH leggst gegn samþykkt fumvarpsins að svo stöddu. Í umsögninni segir meðal annars:

Landssambandi hestamannafélaga er umhugað um friðun og vernd náttúru og menningarverðmæta á miðhálendi Íslands. 

Landssamband hestamannafélaga hefur þó verulegar áhyggjur af því að stofnun Hálendisþjóðgarðs hafi í för með sér íþyngjandi hömlur á ferðafrelsi og aðgengi hestamanna um hálendið og fornar þjóðleiðir sem ber að varðveita og þannig verði gengið á hefðarrétt hestamanna til að ferðast um hálendið. Enn er mörgum spurningum ósvarað um reglugerðir sem á eftir að semja til dæmis um umferð og dvöl á hálendinu.

Landssamband hestamannafélaga gerir kröfu um að samráð verði haft við hestamenn um aðgang ríðandi umferðar um Hálendisþjóðgarðinn og tryggja verður aðkomu almennra hestamanna að ákvörðunartöku, stefnumörkun og uppbyggingu Hálendisþjóðgarðs.

Landssamband hestamannafélaga leggst gegn samþykkt þessa frumvarps að svo stöddu og telur of mörgum spurningum ósvarað.

Umsögnina í heild má lesa hér.