Umsóknir um Landsmót 2020 og 2022

15.09.2015

Landssamband hestamannafélaga auglýsir eftir umsóknum hestamannafélaga vegna Landsmóta 2020 og 2022.

Umsóknum skulu fylgja greinargerð, teikningar af viðkomandi svæði og stutt lýsing á staðarháttum. Nauðsynlegt er að umsókn fylgi fjöldi hesthúsaplássa og gistirýma í nágrenni við mótssvæði.

Umsækjendum er bent á að kynna sér vel lög og reglugerðir LH er varða undirbúning og framkvæmd landsmóta sem má fi nna í lögum og reglum á vef LH, www.lhhestar.is.

Eftir að umsóknarfresti lýkur munu stjórnir LH og LM boða til fundar á mótsvæðum umsækjenda. Á fundina skulu umsóknaraðilar mæta ásamt fulltrúum viðkomandi sveitastjórnar. Á fundinum skal fara fram kynning á svæðinu og settar fram af hálfu umsóknaraðila, hugmyndir að rekstrarfyrirkomulagi mótanna.

Umsóknarfrestur rennur út 1. desember 2015. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa LH, 514-4030 eða lh@lhhestar.is.