Undirbúningur vegna HM úrtöku

02.04.2013
Hafliði Halldórsson liðsstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum kynnir námskeið dagana 6.-7. apríl n.k. fyrir áhugasama vegna þjálfunar og undirbúnings fyrir HM úrtöku. Þjálfarar verða þær Rúna Einarsdóttir og Olil Amble og hefjast námskeiðin kl. 9:00 báða dagana.

Hafliði Halldórsson liðsstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum kynnir námskeið dagana 6.-7. apríl n.k. fyrir áhugasama vegna þjálfunar og undirbúnings fyrir HM úrtöku. Þjálfarar verða þær Rúna Einarsdóttir og Olil Amble og hefjast námskeiðin kl. 9:00 báða dagana.

Athugið að þátttaka í þessu námskeiði er ekkert skilyrði fyrir þátttöku í úrtökunni sjálfri.

Skráning er hafin og er tekið á móti skráningum á netfangið lidsstjori@lhhestar.is. Skráningu lýkur 4. apríl.

Hafliði Halldórsson liðsstjóri
Landsliðsnefnd LH