Unglingalandsmót UMFÍ og úrtaka fyrir Meistaradeild UMFÍ

16.07.2009
12. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki um Verslunarmannahelgina og hefst 31.júlí. Þar verður m.a. keppt í hestaíþróttum og er sú keppni opin öllum krökkum og unglingum á aldrinum 11-18 ára. 12. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki um Verslunarmannahelgina og hefst 31.júlí. Þar verður m.a. keppt í hestaíþróttum og er sú keppni opin öllum krökkum og unglingum á aldrinum 11-18 ára. Keppt verður í tveimur greinum, tölti og fjórgangi, og í tveimur aldursflokkum, 11-13 ára og 14-18 ára.

Fyrirhugað var að keppnin væri úrtaka fyrir Meistardeild UMFÍ og LH sem fram fer í Rangárhöllinni á Hellu vetur/vor 2010 en hætt hefur verið við það.

Úrtakan fer fram í Rangárhöllinni á Hellu sunnudaginn 30.ágúst kl.14:00. Keppt verður í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Keppnin er ætluð knöpum í yngri flokkum, frá 12 ára aldri til 21 árs. Keppt verður um 7 laus sæti. Skráning á úrtökuna er til 29.ágúst á netfangið ssaggu@itn.is. Skráningargjald er kr. 10.000