Uppfærð dagskrá ráðstefnu um framtíð Landsmóta

16.10.2015

 

Landssamband Hestamannafélaga og Bændasamtök Íslands standa fyrir vinnufundi um framtíð Landsmóta hestamanna. Markmið vinnufundarins er að félagsmenn komi saman til að móta stefnu varðandi Landsmót. Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (sal E), laugardaginn 17.okt. nk. kl. 10.00 – 15.00

Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með fundinum geta opnað eftirfarandi tengil kl. 10 í fyrramálið. Streymi

Dagskrá

Vinnufundur

10.00                     SETNING VINNUFUNDAR

10.05                     DAGSKRÁ OG VINNULAG Fundarstjóri: Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur

10.30-14.50         HÓPAVINNA Unnið verður í fljótandi hópum að því að ræða neðangreind efni og svara spurningum þeim tengdum. Gert er ráð fyrir 30 mínútna umræðum um hvert mál í hópunum og 15 mínútum í kynningu á niðurstöðum. Sérstakir hópstjórar hafa yfirumsjón með starfi hópanna.

                                Viðfangsefni hópanna eru:

  1. Tilgangur Landsmóta (kl. 10.30-11.15)
    1. Fyrir hverja er LM
    2. Hverju viljum við ná fram
    3. Viljum við fjölga gestum – erlendum og innlendum
  1. Keppendur á Landsmótum (kl. 11.20-12.10)
    1. Hverjir hafa þátttökurétt
    2. Á að breyta úrtökum
    3. Á að skipta upp kynbóta og gæðingakeppninni

12.10-13.00         MATARHLÉ

  1. Dagskrá og afþreying á Landsmótum (kl. 13.00-13.45)
    1. Á að hafa aðra afþreyingu en hestamennsku á LM
    2. Á að stytta/lengja dagskrá
    3. Á að breyta timasetningunni
  1. Umgjörð Landsmóta (kl. 13.45-14.55)
    1. Eigum við að hafa einn þjóðarleikvang íslenska hestsins
    2. Þurfa öll LM að vera eins

14.55                     STUTT SAMANTEKT

15.00                     VINNUFUNDI SLITIÐ