Uppskeruhátíð barna og unglinga í Létti

01.10.2010
Sunnudaginn 17. október kl 17.00 verður haldin uppskeruhátíð fyrir Léttiskrakka í Top Reiter höllinni. Þar verða afhentar viðurkenningar fyrir bestu mætingu í reiðtíma og verðlaun fyrir knapa ársins í barna- og unglingaflokki. Sunnudaginn 17. október kl 17.00 verður haldin uppskeruhátíð fyrir Léttiskrakka í Top Reiter höllinni. Þar verða afhentar viðurkenningar fyrir bestu mætingu í reiðtíma og verðlaun fyrir knapa ársins í barna- og unglingaflokki. Boðið verður uppá hamborgara fyrir Léttiskrakka, foreldrar og aðrir borga  200kr.
Á uppskeruhátíðinni verður líka keppt í prikahesti, bæði flottasti prikahesturinn og í fjórgangi. Smá hjálp um hvernig á að búa til glæsilegan prikahest finnið þið á www.lettir.is .
Notið hugmyndaraflið og húmorinn og mætið öll með heimatilbúin prikahest. Glæsilegir vinningar í boði!!!
Við viljum líka minna á reiðtygja hirðinga kvöldið, þriðjudaginn 5 okt. kl 17.30 upp í reiðhöll með Linu, fyrst verður smá fræðsla með snakki og óhollustu, svo farið yfir reiðtygin okkar fyrir veturinn. Notið tækifærið að gera þetta saman, það er heil miklu skemmtilegra!!!