Uppskeruhátíð Fáks á laugardaginn

04.12.2009
Uppskeruhátíð Fáks verður laugardagskvöldið 5. des og að venju eru þeir sem unnið hafa vel fyrir félagið á árinu boðnir á hátíðina sem ákveðinn þakklætisvottur fyrir framlag þeirra til að halda uppi öflugu félagslífi í Fáki. Uppskeruhátíð Fáks verður laugardagskvöldið 5. des og að venju eru þeir sem unnið hafa vel fyrir félagið á árinu boðnir á hátíðina sem ákveðinn þakklætisvottur fyrir framlag þeirra til að halda uppi öflugu félagslífi í Fáki. Afreksknapar Fáks verða heiðraðir sem og  hæst dæmda kynbótahrossið ræktað og í eigu félagsmanns. Einnig “félagsmálatröll” Fáks ásamt fleirum sem verða heiðraðir fyrir vel unnin störf. Þeir sem ekki hafa fengið boðsbréf, en hafa unnið fyrir Fák á árinu, eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 898-8445.
Jonni kokkur galdrar fram kjarngóðan íslenskan mat og eftir borðhaldið opnar húsið upp úr ellefu. Frítt er inn á dansleikinn og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. “Kiddi Bigfoot “verður með dúndrandi diskó, tónlist og skemmtun fyrir alla. Fáksmenn og aðrir skemmtilegir hestamenn, komum saman og gleðjumst á laugardagskvöldið!