Uppskeruhátíð hestamanna

04.10.2012
Hin árlega uppskeruhátíð hestamanna verður haldin þann 10. nóvember 2012 á Broadway. Miðasalan hefst mánudaginn 22. október og fer hún eingöngu fram í miðasölu Broadway.

Hin árlega uppskeruhátíð hestamanna verður haldin þann 10. nóvember 2012 á Broadway. Miðasalan hefst mánudaginn 22. október og fer hún eingöngu fram í miðasölu Broadway.

Veislustjóri verður hinn óviðjafnanlegi Gísli Einarsson fréttamaður, Ingó veðurguð mætir með gítarinn og mun hljómsveitin VON mun halda uppi fjörinu á ballinu með stórsöngvarann MAGNA sem gestasöngvara.

Uppskeruhátíðin er frábær skemmtun og hefur fest sig í sessi sem stórviðburður okkar hestamanna, þar sem íþróttamenn okkar eru verðlaunaðir og við skemmtum okkur saman í sparigallanum.

Þríréttuð máltíð verður á boðstólum og mun matseðillinn verða kynntur þegar nær dregur.

Verð
Matur og ball: 8.200 kr
Ball: 2.500 kr