Uppskeruhátíð hestamanna 2022

05.10.2022

Nú höldum við hátíð og gleðjumst saman!
Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin í Gullhömrum í Grafarholti föstudaginn 11. nóvember.

Boðið verður upp á fordrykk og dýrindis steikarhlaðborð. Knapar ársins verða verðlaunaðir og keppnishestabú ársins verður valið. Hera Björk stýrir veislunni og hljómsveitin Næsland heldur uppi fjörinu fram eftir kvöldi. 

Húsið opnar kl. 19.00. 
Miðaverð er 14.900 kr.

Ath. ekki verður hægt að kaupa miða eingöngu á ballið.

Miðasala er í vefverslun LH