Uppskeruhátíðin verður glæsileg

26.10.2016

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin í Gullhömrum Grafarholti þann 5. nóvember. Það stefnir í frábært kvöld með góðum mat, frábærum félagsskap, verðlaunaafhendingum, kveðju frá Gísla Einars í Landanum og öðru skemmtiefni.

Hátíðin verður með hefðbundnu sniði og síðustu ár þar sem LH og FHB standa saman að hátíðinni. Að venju verður glæsileg þriggja rétta máltíð, glæsileg dagskrá og ball í lokin innifalið í miðaverðinu sem er óbreytt, 9.600 kr. Ef menn kjósa að mæta bara á ballið, þá kostar sá miði 2.500 kr. og verður hleypt inn á það eftir að borðhaldi lýkur.

Miðasalan er hafin í Gullhömrum og hægt er að panta borð með því að senda tölvupóst á netfangið gullhamrar@gullhamrar.is. Borðapantanir fara þannig fram að sá sem pantar, greiðir fyrir pantaða miða eða sendir lista með nöfnum þeirra sem greiða fyrir borð á hans nafni. Borðapöntun er staðfest með greiðslu inná reikning 301-26-14129, kt. 660304-2580 og senda skal kvittun á netfangið hér að ofan.

Matseðill kvöldsins:
Humarsúpa með ristuðum humarhölum og nýbökuðu brauði
Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu
Logandi crême brulêe með kókosís og ávöxtum

Stjórnir LH og FHB hvetja alla hestamenn til að gera sér glaðan dag og fagna saman góðu gengi hestamennskunnar á árinu.