Uppsveitadeildin 2016 - Fimmgangur

09.03.2016

 

Uppsveitadeildin 2016 er komin á fullt skrið. Fjórgangskeppnin fór fram þann 19. febrúar fyrir fullu húsi áhorfenda sem skemmtu sér hið besta. Keppnin var enda spennandi og jöfn. Eftir forkeppni lá ljóst fyrir að 5 keppendur fóru beint í A úrslit. Fjórir öttu því kappi í B úrslitum um rétt til þess að færast upp í A úrslitin. Tveir urðu jafnir og efstir og því var ljóst að í úrslitum riðu 7 keppendur. Þegar upp var staðið stóð Þórarinn Ragnarsson úr liði Vesturkots uppi sem sigurvegari.

Úrslit keppninnar má finna á vefsvæði Reiðhallarinnar Flúðum, www.reidhollin.is, sem á facebook síðu hennar www.facebook.com/reidhollinfludum.

Uppsveitadeildin 2016 heldur áfram. Næsta keppni er fimmgangur sem verður haldin föstudaginn 18. mars. Kynning keppenda og liða hefst kl. 19:45 og forkeppnin hefst stundvíslega kl. 20:00.

 

 

Staða efstu knapa er þessi:

 

  1. Þórarinn Ragnarsson.                      24
  2. Matthías Leó Matthíasson.            23
  3. Sólon Morthens.                              22
  4. Guðmann Unnsteinsson.                21
  5. Arnar Bjarki Sigurðarson.              20
    1. Guðjón Sigurliði Sigurðsson.        19
    2. Árný Oddbjörg Oddsdóttir.          18
    3. Lárus Sindri Lárusson.                            17
    4. Hermann Þór Karlsson.                 16

 

Staða liðakeppninnar er þessi:

 

1. Hrosshagi/Sunnuhvoll.         60 stig.

2. Vesturkot.                        56 stig.

3. Pálmatré.                          55 stig.

4. Kílhraun                           34 stig.

5. Landstólpi.                      31 stig.

6. Lið Límtré Vírnets.         29 stig.

7. Brekka / Dalsholt.                   21 stig.

8. JÁVERK.                           13 stig.