Uppsveitadeildin að hefjast

11.02.2011
Fyrsta mót Uppsveitadeildarinnar verður  föstudagskvöldið 11. mars kl:20:00 í Reiðhöllinni á Flúðum. Keppt verður í smala og eru sjö lið skráð til leiks. Fyrsta mót Uppsveitadeildarinnar verður  föstudagskvöldið 11. mars kl:20:00 í Reiðhöllinni á Flúðum. Keppt verður í smala og eru sjö lið skráð til leiks.

Sú breyting hefur orðið síðan í fyrra að nú á hestamannafélagið Trausti  eitt lið í keppninni, en sem fyrr á Logi 2 lið og Smári 4 lið.
Það má með sanni segja að nú beri deildin nafn með réttu þar sem þessi þrjú hestamannafélög eru staðsett í uppsveitum Árnessýslu. Íbúar Skeiða-, Gnúpverja og Hrunamannahrepps eru í Smára. Íbúar Grímsness, Grafnings, Þingvallasveitar og Laugardals eru í Trausta og íbúar Biskupstungna eru í Loga.
Mikil stemming er fyrir deilinni, en einnig verður keppt í fjórgangi 4.mars,fimmgangi 1.apríl og tölti og skeiði 29. apríl.
Liðskipan er eftirfarandi:

Hótel Geysir/Ástund:
Knútur Ármann liðstjóri.
Sólon Morthens
Þórey Helgadóttir

JÁVERK:
Guðrún S. Magnúsdóttir liðstjóri.
Líney S. Kristinsdóttir
Sigvaldi L. Guðmundsson

O.K.Phrostthetics:
Guðmann Unnsteinsson
Kristbjörg Kristinsdóttir
Hólmfríður Kristjánsdóttir
Liðstjóri:Hjálmar Gunnarsson.

Land og Hestar:
Bjarni Birgisson
Gunnlaugur Bjarnason
Hulda Hrönn Stefánsdóttir
Liðstjóri:Ástrún Davíðsdóttir.

Vormenn:
Ingvar Hjálmarsson
Einar Logi Sigurgeirsson
Hermann Þór Karlsson
Liðstjóri:Björn Jónsson

Haukarnir:
Helgi Kjartansson
Sigurður Sigurjónsson
Aðalheiður Einarsdóttir
Liðstjóri:Þorsteinn Loftsson

Byko:
Sölvi Arnarsson liðstjóri.
Sigurður Halldórsson
Halldór Þorbjörnsson.