Úrslit frá Melgerðismelum 2015

17.08.2015
A-flokkur

 

Lokið er árlegu móti Funa á Melgerðismelum í ágætu veðri eins og oftast er þegar mót þetta er haldið. Mótið var jafnframt gæðingakeppni Funa.

Undankeppni

Kappreiðar

Úrslit

Þátttaka var minni en vanalega og er samkeppnin orðin mikil.
Styrktaraðilar mótsins voru Lífland, Eimskip og Bústólpi sem kostuðu verðlaun á mótinu og auk þess gaf Gestur Júlíusson dýralæknir peningaverðlaun í 100 m skeiði og Kálfagerði í stökki. Fjölskyldan í Kálfagerði vann stökkið og gaf verðlaunin í sjóð til að safna fyrir startbásum. Litla-Dalshjónin hafa gefið peningaverðlaun í 250 m skeiði, en enginn skráði í þá grein á þessu móti og þau hétu því sömu upphæð til söfnunar fyrir startbásum. Grund II hefur styrkt brokkkappreiðarnar frá upphafi og hefur nú styrkt startbásasöfnunina um tvöfalda verðlaunaupphæð eða 60 þús.kr.
 
Öllum þessum aðilum er þakkað kærlega fyrir stuðninginn og á næsta móti að ári verða kappreiðar með nýjum startbásum.
 
Meðfylgjandi eru niðurstöður keppninnar í ár.
 
Mótanefnd Funa