Úrslit úr mótaröð Hrímnis - 4g

14.02.2016

Fyrsta mót Hrímnis mótaraðarinnar var fjórgangsmót og var það haldið sl. föstudag í hestamannafélaginu Herði. Mótið gekk mjög vel og mikil stemmning myndaðist í stúkunni. Þessi Hrímnis mótaröð er stiga keppni og verða þrír efstu knaparnir verðlaunaðir. Næsta mót verður svo haldið 11. mars nk. í reiðhöll Harðar og er það fimmgangur sem er næst á dagskrá. Mótanefndin vill þakka knöpum, áhorfendum og öllum þeim sem komu að mótinu kærlega fyrir skemmtilega stemmningu og vonumst til að sjá ykkur öll aftur á næsta móti.

Niðurstöður A-úrslita
1. Ásmundur Ernir Snorrason og Frægur frá Strandarhöfði 6,97
2. Stella Sólveig Pálmarsdóttir og Pétur Gautur frá Strandarhöfði 6,37
3. Ásta Björnsdóttir og Píla frá Litlu-Brekku 6,23
4. Ragnhildur Haraldsdóttir og Gleði frá Steinnesi 6,13
5. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Skorri frá Dalvík 6,07
6. Ragnhildur Loftsdóttir og Gammur frá Seljatungu 6,03

Stigakeppni
1. Ásmundur Ernir, 6 stig
2. Stella Sólveig, 5 stig
3. Ásta, 4 stig
4. Ragnhildur H., 3 stig
5. Aðalheiður Anna, 2 stig
6. Ragnhildur L., 1 stig