Úrtaka/Gullmót - skráningarfrestur til 16 í dag

06.06.2013
Þar sem Skýrr var að uppfæra kerfið hjá sér og Sportfengur fór úr sambandi er skráningafrestur framlengdur til Kl: 16:00 6 júní. Ekki missa af glæsilagasta móti ársins Gullmótinu og Úrtöku fyrir HM Berlín sem haldið er dagana 11 – 15 júní n.k á félagssvæði Fáks Víðidal.

Þar sem Skýrr var að uppfæra kerfið hjá sér og Sportfengur fór úr sambandi er skráningafrestur framlengdur til Kl: 16:00 6 júní.

Ekki missa af glæsilagasta móti ársins Gullmótinu og Úrtöku fyrir HM Berlín sem haldið er dagana 11 – 15 júní n.k á félagssvæði Fáks Víðidal.

Hvetjum við alla til að skrá sig og keppa á sínum glæsilegu gæðingum vel snyrtum og knapi í sparigallanum. Einn knapi á vellinum í ungl., ungm. og opnum fl, þrír knapar í 2.fl.

Lágmarkseinkunn er tekin frá 2012 og 2013. 

  • Engin lágmörk fyrir HM úrtöku
  • Engin lágmörk í 2.flokki
  • Allar Skeiðgreinar opnar engin lágmörk 
  • Lágmarkseinkunn er 5,5 í Unglinga og Ungmennaflokki
  • Lágmarkseinkunn er 6,0 í Opnum flokki


Skráning fer fram inn á http://sportfengur.com/
Þegar skráð er veljið þá Gullmótið hestamannamót í flipanum. ( Veldu hestamannafélag sem heldur mót ) 

Frekari uppl í síma 893-3559 eða ddan800@gmail.com