Úrtökumót fyrir HM2011 og Gullmótið

03.06.2011
Gullmótið verður haldið dagana 15. - 19. júní nk. í samvinnu við hestamannafélagið Sörla að Sörlastöðum í Hafnafirði. Á mótinu verður úrtaka fyrir Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum og er ætlað þeim allra sterkustu. Gullmótið verður haldið dagana 15. - 19. júní nk. í samvinnu við hestamannafélagið Sörla að Sörlastöðum í Hafnafirði. Á mótinu verður úrtaka fyrir Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum og er ætlað þeim allra sterkustu.

Keppt verður í þremur flokkum: Unglingar, Ungmenni og Opin flokkur.

Keppnisgreinar eru eftirfarandi:
Tölt, T2, Fjórgangur, Fimmgangur, Gæðingaskeið, 100 metra skeið og 250 metra skeið.
Skráning hefst 7. júní en tekið verður á móti skráningum í símum 893-3559, 692-7779, 894-6611 og 587-7565.

Við skráningu skal gefa upp nafn og kennitölu knapa, IS-númer, nafn og uppruna hests, í hvaða flokk á að skrá og kortanúmer fyrir skráningargjöldum. Verð fyrir hverja skráningu er 5.000 kr.

Gefa skal upp ef skráður er úrtökuhestur fyrir HM. Skráningagjöld fyrir þá er 10.000 kr. Keppendur í úrtöku eru hvattir til að kynna sér lykil að vali Íslenska landsliðsins.

Járningamannafélag Íslands mun sjá um fótaskoðun fyrir HM úrtökuhesta. Farið verður eftir reglum FIPO um leyfilegan fótabúnað.