Úrval Útsýn kemur þér á HM2017

18.10.2016

Það verður veisla á næsta ári þegar heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í Oirschot í Hollandi og án efa hafa margir knapar sett stefnuna í landslið Íslands sem mun keppa þar fyrir Íslands hönd. 

Mótið mun standa dagana 7. - 13. ágúst og er mótssvæðið það sama og þegar mótið var haldið 2007. Úrval Útsýn mun koma Íslendingum á mótið og býður uppá þrenns konar ferðir á mótið. Ákveðin upphæð af hverri ferð mun renna beint til íslenska landsliðsins og munu því þeir sem ferðast með Úrval Útsýn verða beinir stuðningsaðilar landsliðsins okkar í hestaíþróttum. 

Um tvö hótel er að ræða, annars vegar Art Eindhoven og hins vegar Hampshire Crown og eru þau bæði staðsett í miðborg Eindhoven. Innifalið í verði hverrar ferðar er flug og skattar, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting með morgunverði í 7 nætur, vikupassi á mótið og "Spekingar spjalla" fundur með léttum veitingum. Verð ferðar er frá kr. 184.900 og fást allar nánari upplýsingar á vef Úrvals Útsýnar með því að smella hér