Védís Huld sigraði fjórganginn

19.02.2018
Sigurvegarar ásamt Rúnari Þór Guðbrandssyni í Hrímni og Þóri Haraldssyni í Líflandi.

Meistaradeild Líflands og æskunnar hófst í gær með sannkallaðri flugeldasýningu. Hrímnis fjórgangurinn fór fram í TM Reiðhöllinni í Víðidal og má segja að metnaður og prúðmennska hafi einkennt keppnina. Það var virkilega skemmtilegt að sjá uppáklædda knapana sýna sitt prógram á skínandi fínum og pússuðum hestum. Dagurinn hófst með formlegri setningu þar sem Þórir Haraldsson forstjóri Líflands hélt stutta ræðu. Eftir setninguna hófst keppnin en 48 knapar tóku þátt og léku listir sínar.

Hafþór Hreiðar Birgisson á Villimey frá Hafnarfirði sigraði B-úrslitin nokkuð örugglega með 6,73. Samkvæmt reglum deildarinnar þá fær sigurvegari B-úrslitanna ekki kepnisrétt í A-úrslitum. Eftir afar hörð A-úrslit þá fóru leikar þannig að Védís Huld Sigurðardóttir sigraði á Hrafnfaxa frá Skeggstöðum, Thelma Dögg Tómasdóttir á Mörtu frá Húsavík varð önnur og jafnar í þriðja til fjórða sæti urðu þær Ylfa Guðrún Svafarsdóttir á Glanna frá Hofi og Signý Sól Snorradóttir á Rektor frá Melabergi. Til gamans má geta að það munaði einungis 0,13 á 1. og 5. sætinu. Hrímnir gaf glæsileg verðlaun í efstu 10 sætin að verðmæti tæplega 500 þúsund og sigurvegarinn hlaut listaverk eftir Helmu.

Í liðakeppninni varð lið Kerckhaert stigahæst með 96,5 stig. Þau Ylfa Guðrún, Glódís Rún, Védís Huld og Hákon Dan komust öll í úrslit en stelpurnar fóru beint í A-úrslit og Hákon Dan í B-úrslit. Glæsilegur árangur það! Hér er staðan í liðakeppninni eftir fjórganginn:

Kerckhaert

96,5

Margretarhof 

89,5

Cintamani 

85

H. Hauksson

82,5

Leiknir 

61,5

Traðarland

60,5

BS. Vélar 

39,5

Josera

39

Austurkot 

32,5

Wow

29,5

Reykjabúsliðið

28

Mustad 

22

Við viljum þakka öllum þeim sjálfboðaliðum og aðstoðarmönnum sem lögðu okkur lið. Það má með sanni segja að við séum strax farin að hlakka til næsta móts í Meistaradeild Líflands og æskunnar en það er tölt þann 4. mars í Samskipahöllinni í Spretti.

Hér eru heildarniðurstöður Hrímnis fjórgangsins í Meistaradeild Líflands og æskunnar:

A-úrslit:

1.       Védís Huld Sigurðardóttir / Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 6,93 - Kerckhaert

2.       Thelma Dögg Tómasdóttir / Marta frá Húsavík 6,90 - Margrétarhof

3.-4.   Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Glanni frá Hofi 6,87 - Kerckhaert

3.-4.   Signý Sól Snorradóttir / Rektor frá Melabergi 6,87 - Cintamani

5.       Haukur Ingi Hauksson / Barði frá Laugarbökkum 6,80 – H. Hauksson

6.       Glódís Rún Sigurðardóttir / Glæsir frá Torfunesi 6,57 - Kerckhaert

 

B-úrslit:

7.       Hafþór Hreiðar Birgisson / Villimey frá Hafnarfirði 6,73 - Cintamani

8.       Sigurður Baldur Ríkharðsson / Ernir frá Tröð 6,43 - Traðarland

9.-10. Hákon Dan Ólafsson / Gormur frá Garðakoti 6,33 - Kerckhaert

9.-10. Sigrún Högna Tómasdóttir / Tandri frá Breiðstöðum 6,33 - Margrétarhof

 

 

Forkeppni:

1        Thelma Dögg Tómasdóttir / Marta frá Húsavík 6,63 - Margrétarhof

2        Haukur Ingi Hauksson / Barði frá Laugarbökkum 6,57  - H. Hauksson

3-4     Signý Sól Snorradóttir / Rektor frá Melabergi 6,53  - Cintamani

3-4     Védís Huld Sigurðardóttir / Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 6,53 - Kerckhaert

5-6     Glódís Rún Sigurðardóttir / Glæsir frá Torfunesi 6,50 - Kerckhaert

5-6     Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Glanni frá Hofi 6,50 - Kerckhaert

7-9     Sigurður Baldur Ríkharðsson / Ernir frá Tröð 6,33 - Traðarland

7-9     Hafþór Hreiðar Birgisson / Villimey frá Hafnarfirði 6,33 - Cintamani

7-9     Hákon Dan Ólafsson / Gormur frá Garðakoti 6,33 - Kerckhaert

10      Sigrún Högna Tómasdóttir / Tandri frá Breiðstöðum 6,27 - Margrétarhof

11-14 Eygló Hildur Ásgeirsdóttir / Saga frá Dalsholti 6,17 – WOW

11-14 Kristófer Darri Sigurðsson / Vörður frá Vestra-Fíflholti 6,17 – H. Hauksson

11-14 Rakel Ösp Gylfadóttir / Óskadís frá Hrísdal 6,17 - Leiknir

11-14 Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir / Skálmöld frá Eystra-Fróðholti 6,17 - Margrétarhof

15-17 Arnar Máni Sigurjónsson / Arður frá Miklholti 6,13 – H. Hauksson

15-17 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Garpur frá Skúfslæk 6,13 - Cintamani

15-17 Heiður Karlsdóttir / Frakkur frá Laugavöllum 6,13 - Leiknir

18      Melkorka Gunnarsdóttir / Rún frá Naustanesi 6,10 - Reykjabúsliðið

19-20 Benedikt Ólafsson / Biskup frá Ólafshaga 6,03 - Traðarland

19-20 Anita Björk Björgvinsdóttir / Klöpp frá Skjólbrekku 6,03 – BS. vélar

21      Sölvi Freyr Freydísarson / Gæi frá Svalbarðseyri 6,00 - Josera

22      Þorvaldur Logi Einarsson / Hátíð frá Hlemmiskeiði 3 5,90 - Josera

23      Jónas Aron Jónasson / Þruma frá Hafnarfirði 5,80 – BS. vélar

24      Kristrún Ragnhildur Bender / Dásemd frá Dallandi 5,77 - Leiknir

25-26 Aron Freyr Petersen / Adam frá Skammbeinsstöðum 1 5,73 - Traðarland

25-26 Sigurður Steingrímsson / Örn frá Kirkjufelli 5,73 - Austurkot

27      Elín Þórdís Pálsdóttir / Ópera frá Austurkoti 5,70 - Austurkot

28      Jóhanna Lilja P. Guðjónsdóttir / Kvistur frá Strandarhöfði 5,60 - Mustad

29      Bergey Gunnarsdóttir / Sváfnir frá Miðsitju 5,57 - Cintamani

30      Jón Ársæll Bergmann / Glói frá Varmalæk 1 5,53 - Austurkot

31      Rósa Kristín Jóhannesdóttir / Taktur frá Torfunesi 5,50 - Margrétarhof

32      Viktoría Von Ragnarsdóttir / Akkur frá Akranesi 5,43 - Mustad

33-35 Kári Kristinsson / Draumur frá Hraunholti 5,40 - Josera

33-35 Birna Filippía Steinarsdóttir / Kolskeggur frá Laugabóli 5,40 – BS. vélar

33-35 Magnús Þór Guðmundsson / Gná frá Búðardal 5,40 - Reykjabúsliðið

36-37 Selma Leifsdóttir / Glaður frá Mykjunesi 2 5,37 - Leiknir

36-37 Helga Stefánsdóttir / Kolbeinn frá Hæli 5,37 -Mustad

38      Kristján Árni Birgisson / Fold frá Jaðri 5,30 – H. Hauksson

39      Agatha Elín Steinþórsdóttir / Þráður frá Egilsá 5,27 - WOW

40-41 Aron Ernir Ragnarsson / Váli frá Efra-Langholti 5,17 - Josera

40-41 Arndís Ólafsdóttir / Ymur frá Reynisvatni 5,17 - Reykjabúsliðið

42      Þórey Þula Helgadóttir / Vákur frá Hvammi I 5,13 - Austurkot

43-44 Agnes Sjöfn Reynisdóttir / Ás frá Tjarnarlandi 5,03  - Mustad

43-44 Sara Bjarnadóttir / Harðsnúna-Hanna frá Dallandi 5,03 - Reykjabúsliðið

45      Kristín Hrönn Pálsdóttir / Gaumur frá Skarði 4,93 - WOW

46      Ásdís Agla Brynjólfsdóttir / Líf frá Kolsholti 2 4,90 – BS. vélar

47      Sveinn Sölvi Petersen / Stjörnufákur frá Blönduósi 4,80 - Traðarland

48      Hrund Ásbjörnsdóttir / Píla frá Litlu-Brekku 4,70 - WOW