Vel heppnaðir fundir háskólanema með hestamönnum

25.06.2009
Skagfirskir hestamenn fjölmenntu á fundinn
Eins og greint hefur verið frá hafa hestakonurnar Guðný Ívarsdóttir og Hjördís Snorradóttir gert víðreist með fulltrúum LH og LM undanfarið vegna gagnaöflunar í lokaverkefni sem þær eru að skrifa við Háskóla Íslands.  Verkefnin eru alveg sjálfstæð og aðspurðar segja þær stöllur það hreina tilviljun að þær séu að vinna að þessu á sama tíma, í sama háskóla undir leiðsögn sama prófessors.     Eins og greint hefur verið frá hafa hestakonurnar Guðný Ívarsdóttir og Hjördís Snorradóttir gert víðreist með fulltrúum LH og LM undanfarið vegna gagnaöflunar í lokaverkefni sem þær eru að skrifa við Háskóla Íslands.  Verkefnin eru alveg sjálfstæð og aðspurðar segja þær stöllur það hreina tilviljun að þær séu að vinna að þessu á sama tíma, í sama háskóla undir leiðsögn sama prófessors.     Guðný hefur á ferð sinni um landið aflað gagna um viðhorf hestamanna til hinna ýmsu hagsmunasamtaka sem starfa innan hestamennskunnar (LH, FHB, FT, FJ) og hvort þau eigi að vinna nánar saman eða jafnvel sameinast undir einum hatti. Viðfangsefni Hjörnýjar snýr að hápunkti hestamennskunnar á Íslandi, þ.e. Landsmóti, hlutverki þess og framtíðarsýn.

Í þessari viku funduðu þær með hestamönnum í Húnaþingi vestra, Austur-Húnavatnssýslu, Skagafirði og Akureyri og segjast afar ánægðar með að fólk hafi gefið sér tíma til að leggjast yfir málin með þeim á þessum háannatíma hestamennsku og heyskapar. 

Segja þær ferðina um Norðurland hafa verið afar gagnlega og ekki síður ánægjulega.  Aðspurðar segja þær fjölmarga nýja fleti hafa komið fram, umræður hafi verið opinskáar og áhugavert hafi  verið að heyra ólíka sýn hestamanna á rannsóknarverkefni þeirra. 

Þær stöllur áætla frekara úrtak um landið enda mikilvægt að fá sýn hestamanna úr sem flestum landshlutum.  Vilja þær hér með nýta tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa verið að gefa sér góðan tíma með þeim, við að aðstoða þær við gagnaöflunina.