Vel heppnuð stóðhestaveisla

23.03.2011
Stóðhestaveisla Rangárhallarinnar tókst frábærlega. Frábær hestakostur var sýndur og góð stemmning var í höllinni. Stóðhestaveisla Rangárhallarinnar tókst frábærlega. Frábær hestakostur var sýndur og góð stemmning var í höllinni. Fjöldi manns var mættur og var stúkan þétt setin þannig að bæta þurfti við stólum þannig að allir fengu sæti. Þrátt fyrir að nokkur auglýst atriði þurftu að hætta við á síðustu stundu vegna óviðráðanlegra aðstæðna, þá komu önnur inn með mjög stuttum fyrirvara og stóðu sig frábærlega, þökkum við þeim fyrir skjót viðbrögð. Einnig viljum við þakka þulunum þeim Sigurði Sæmundsyni og Ágústi Sigurðsyni, hljóðmanninum Ævari Sigurðsyni og öðru starfsfólki, Þröstur Sigurðsson, Jakóbína Valsdóttir, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Lovísa Herborg Ragnarsdóttir, Kristbjörg Kristinsdóttir, Vignir Siggeirson, Guðmundur Viðarsson, Úlfar Albertson, Steinn Másson, fyrir alla hjálpina. Einnig Helgu Dagrúnu Helgadóttur ásamt öllu hennar fylgdarliði fyrir veitingarnar. Svo er öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn þakkað fyrir að gera þessa glæsilegu sýningu að veruleika.

Kristinn Guðnason
Hallgrímur Birkisson
Ólafur Þórisson