Vellirnir á Hólum koma vel út!

27.05.2016
Mannvirkjanefnd á Hólum í lok maí.

Mannvirkjanefnd LH fundaði að Hólum í vikunni með fulltrúum frá Gullhyl, Hólaskóla og Sveitarfélaginu Skagafirði.

Úttekt var gerð á keppnisvöllum en þeir komu mjög vel út á WR móti sem haldið var þar um síðustu helgi auk nemasýningar. Keppendur sem nefndin hafði samband við voru almennt mjög ánægðir.

Nýju áhorfendamanirnar koma sérlega vel undan vetri og hafa gróið vel.


Ýmsar lagfæringar voru þó ráðgerðar enda svæðið óðum að taka á sig endanlega mynd og mikill metnaður að gera svæðið sem best.

Gunnar Bragi Sveinsson Landbúnaðarráðherra hitti nefndina og kynnti sér aðstæður.

Nefndin vonast til að aðstæður verði með allra besta móti að Hólum!

Á myndinni eru:

Frá atvinnu og nýsköpunarráðaneytinu
Gunnar Bragi Sveinsson Sjárvarútvegs og Landbúnaðarráðherra

Frá mannvikjanefnd LH
Marteinn Magnússon
Rúnar Bragason
Indriði Karlsson
Hinrik Bragason

Frá Gullhyl
Jónína Stefánsdóttir
Skapti Steinbjörnsson
Eysteinn Steingrímsson

Frá Hólaskóla
Sveinn Ragnarsson

Frá sveitarfélaginu Skagafirði
Ingvar Páll Ingvarsson
Indriði Þór Einarsson