Vesturlandssýning í Faxaborg

15.03.2012
Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar -  Nú styttist í Vesturlandssýningu og er undirbúningur í fullum gangi. Dagskráin er þétt og mikil og góð þátttaka á meðal hestamanna á Vesturlandi. Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar -  Nú styttist í Vesturlandssýningu og er undirbúningur í fullum gangi. Dagskráin er þétt og mikil og góð þátttaka á meðal hestamanna á Vesturlandi.

Sýningin verður haldin í reiðhöllinni í Borgarnesi laugardaginn 24. mars 2011 kl. 20:00. Verð: 1.500 fyrir 15 ára og eldri. 

www.faxaborg.is

Endanleg dagskrá verður auglýst á allra næstu dögum en hún spannar á milli 20-25 atriði.

Þar má helst nefna börn, unglinga, A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga, skeið, kynbótahross, ræktunarbú og afkvæmasýningar.

Einnig verða á sýningunni eftirtalin atriði:  Menntaskóli Borgarfjarðar, Dívurnar úr Húnaþingi, dekkjarallý, Félag tamningamanna, fimleikar, vestlenskar heimasætur,  svo eitthvað sé nefnt.



















HROSSARÆKTARSAMBAND VESTURLANDS