Vesturlandssýning í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi

16.04.2010
Ákveðið hefur verið að halda Vesturlandssýningu í reiðhöllinni í Borgarnesi 14. og 15. maí næstkomandi, en sýningar af þessu tagi voru haldnar á höfuðborgarsvæðinu hér á árum áður. Á sýningunni verður m.a. sýnt tölt, fimmgangur, fjórgangur, kynbótahross og atriði frá hestamannafélögunum á svæðinu.  Börn og unglingar munu líka koma fram. Ákveðið hefur verið að halda Vesturlandssýningu í reiðhöllinni í Borgarnesi 14. og 15. maí næstkomandi, en sýningar af þessu tagi voru haldnar á höfuðborgarsvæðinu hér á árum áður. Á sýningunni verður m.a. sýnt tölt, fimmgangur, fjórgangur, kynbótahross og atriði frá hestamannafélögunum á svæðinu.  Börn og unglingar munu líka koma fram. Sýningin er í undirbúningi um þessar mundir og viljum við benda á að allar tillögur um atriði á sýningunni eða fyrirkomulag hennar eru vel þegnar og má hafa samband við Ámunda Sigurðsson (amundi@isl.is eða 892 5678), Baldur í Múlakoti (baldur@vesturland.is eða 895 4936), Kari Berg (karisiggi@visir.is eða 868 1926) eða Stefán í Skipanesi (stefan@hroar.is eða 897 5194).
Þegar nær dregur sýningu má finna nánari upplýsingar á vef reiðhallarinnar í Borgarnesi www.reidholl.is

F.h. undirbúningsnefndar
Jökull H.