Vetrarleikar Hornfirðings

11.02.2010
Vetrarleikar Hornfirðings er mótaröð þriggja móta sem byrjar sunnudaginn 14. febrúar n.k. og þar verður keppt á ís, ef veður leyfir, í tölti og A- og  B-flokki. Vetrarleikar Hornfirðings er mótaröð þriggja móta sem byrjar sunnudaginn 14. febrúar n.k. og þar verður keppt á ís, ef veður leyfir, í tölti og A- og  B-flokki. Á vetrarleikum II, sunnudaginn 14. mars verður einnig keppt á ís, ef veður leyfir, í sömu greinum og áður + unghrossaflokk og á vetrarleikum III, laugardaginn 27. mars verður töltkeppni, A- og B-flokkur og Smali (þrautabraut). Á vetrarleikunum verður stigakeppni milli knapa, hesta og býlis/hesthúss og þessir aðilar safna stigum fyrir hverja grein og hvert mót sem þeir taka þátt í. Keppt verður í eftirfarandi flokkum í tölti:   Barnaflokkur, (13 ára á árinu og yngri),  Unglingaflokkur, (14-17 ára á árinu), Ungmennaflokkur/1.flokkur, (18 ára og eldri) og Opinn flokkur, (14 ára og eldri).  Í lok mótaraðarinnar, þ.e. laugardagskvöldið 27. mars verður haldin kjötsúpuveisla og verðlaunaafhending fyrir þátttakendur. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag keppnisgreina, stigagjöf, verðlaun ofl. verður auglýst síðar.