Viðar Ingólfs og Tumi tóku töltið

05.07.2008
Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi sigruðu A-úrslit í tölti í kvöld, laugardag, eftir æsispennandi viðureign. Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Rökkvi frá Hárlaugsstöðum fengu tvær tíur fyrir yfirferðina, en það dugði þeim ekki til sigurs.Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi sigruðu A-úrslit í tölti í kvöld, laugardag, eftir æsispennandi viðureign. Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Rökkvi frá Hárlaugsstöðum fengu tvær tíur fyrir yfirferðina, en það dugði þeim ekki til sigurs.

Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi sigruðu töltkeppnina í kvöld, laugardag, eftir æsispennandi viðureign. Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Rökkvi frá Hárlaugsstöðum fengu tvær tíur fyrir yfirferðina, en það dugði þeim ekki til sigurs. Miklar sviptingar urðu í keppninni og voru Viðar og Jón Páll Sveinsson á Losta frá Strandarhjáleigu hnífjafnir um tíma. Þorvaldur Árni og Rökkvi stóðu höllum fæti fyrir greiða töltið, en það er sterkasta grein Rökkva og fengu þeir félagar tvær tíur og tvær níu-fimmur. Svo fór að Viðar og Tumi hlutu þann eftirsótta að sigra töltkeppnina og fengu þeir í hendur hinn eftirsótta Icelandair bikar. Mögnuð sýning og gríðarleg stemning var í brekkunni.

A-úrslit í tölti:

1. Viðar Ingólfsson / Tumi frá Stóra-Hofi 8,83

2. Þorvaldur Árni Þorvaldsson / Rökkvi frá Hárlaugsstöðum 8,78

3. Halldór Guðjónsson / Nátthrafn frá Dallandi 8,44

4. Jón Páll Sveinsson / Losti frá Strandarhjáleigu 8,39

5. Jakob Svavar Sigurðsson / Fróði frá Litlalandi 8,17

6. Sigurður Sigurðarson / Kjarnorka frá Kálfholti 8,06