Viðar Ingólfsson Íslandsmeistari í tölti

18.07.2009
Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi
Úrslitin í tölti á Íslandsmótinu í hestaíþróttum voru sannkölluð veisla fyrir augað. Það var Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi sem bar sigur úr býtum með einkunnina 9,00. Þeir félagar mættu feikna sterkir til leiks í úrslitunum og fengu meðal annars 9,5 í einkunn fyrir hraðabreytingar. Úrslitin í tölti á Íslandsmótinu í hestaíþróttum voru sannkölluð veisla fyrir augað. Það var Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi sem bar sigur úr býtum með einkunnina 9,00. Þeir félagar mættu feikna sterkir til leiks í úrslitunum og fengu meðal annars 9,5 í einkunn fyrir hraðabreytingar.

Annar varð Sigurður Sigurðarson á Kjarnorku frá Kálfholti með einkunnina 8,94 og þriðji varð Halldór Guðjónsson á Nátthrafni frá Dallandi með einkunnina 8,83.



  Sæti    Keppandi
1    Viðar Ingólfsson   / Tumi frá Stóra-Hofi 9,00  
2    Sigurður Sigurðarson   / Kjarnorka frá Kálfholti 8,94  
3    Halldór Guðjónsson   / Nátthrafn frá Dallandi 8,83  
4    Þorvaldur Árni Þorvaldsson   / B-Moll (Moli) frá Vindási 8,33  
5    Bjarni Jónasson   / Komma frá Garði 8,22  
6    Hans Kjerúlf   / Sigur frá Hólabaki 7,94