Viðari og Tuma boðin þátttaka í töltinu á FM09

01.07.2009
Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra - Hofi á FM 05. Mynd Axel Jón Birgisson
Mótshaldarar hafa ákveðið að bjóða sigurvegara í tölti á Landsmóti 2008, Tuma frá Stóra-Hofi og knapanum Viðari Ingólfssyni, að taka þátt í töltkeppninni á Fjórðungsmóti. Mótshaldarar hafa ákveðið að bjóða sigurvegara í tölti á Landsmóti 2008, Tuma frá Stóra-Hofi og knapanum Viðari Ingólfssyni, að taka þátt í töltkeppninni á Fjórðungsmóti. Þeir félagar Tumi og Viðar hlutu einkunina 8,83 í tölti á Landsmótinu á Gaddstaðaflötum 2008.  Fjöldi afbragðs hrossa mætir til leiks í töltkepnnina á Fjórðungsmóti og því má búast við magnaðri keppni.  Forkeppnin í tölti hefst kl. 20:00 á föstudagskvöldið.